Kínverjar hóta Taívönum vegna áherslu á sjálfstæði Guðsteinn Bjarnson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, boðar aukna áherslu á sjálfstæði landsins. Fréttablaðið/EPA Kínastjórn varar nýkjörinn forseta Taívans við því að leggja frekari áherslu á sjálfstæði Taívans gagnvart Kína. Tsai Ing-wen vann öruggan sigur í forsetakosningum á laugardaginn. Flokkur hennar, Lýðræðislegi framfaraflokkurinn, sigraði einnig í þingkosningum sama dag. Tsai og flokkur hennar hafa lagt áherslu á sjálfstæði Taívans, öfugt við fyrri stjórn sem lagði meiri áherslu á að bæta samskiptin við Kína. Tsai og flokkur hennar hétu því reyndar einnig í kosningabaráttunni að halda áfram að eiga í góðum samskiptum við Kína. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua segir að það myndi eitra samskiptin ef nýja stjórnin vill ýta undir sjálfstæði. Kína viðurkennir ekki sjálfstæði eyríkisins Taívans, en Taívan viðurkennir reyndar ekki heldur annað en að Kína eigi að tilheyra Taívan, enda hafi réttmæt stjórnvöld Kína flúið til Taívans þegar kommúnistar gerðu byltingu í Kína árið 1949. Einungis 22 lönd viðurkenna sjálfstæði Taívans, en Vesturlönd hafa flest hikað við að taka upp pólitísk samskipti við Taívan, enda er þar hinu volduga Kína að mæta sem tæki slíkt afar óstinnt upp. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Kínastjórn varar nýkjörinn forseta Taívans við því að leggja frekari áherslu á sjálfstæði Taívans gagnvart Kína. Tsai Ing-wen vann öruggan sigur í forsetakosningum á laugardaginn. Flokkur hennar, Lýðræðislegi framfaraflokkurinn, sigraði einnig í þingkosningum sama dag. Tsai og flokkur hennar hafa lagt áherslu á sjálfstæði Taívans, öfugt við fyrri stjórn sem lagði meiri áherslu á að bæta samskiptin við Kína. Tsai og flokkur hennar hétu því reyndar einnig í kosningabaráttunni að halda áfram að eiga í góðum samskiptum við Kína. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua segir að það myndi eitra samskiptin ef nýja stjórnin vill ýta undir sjálfstæði. Kína viðurkennir ekki sjálfstæði eyríkisins Taívans, en Taívan viðurkennir reyndar ekki heldur annað en að Kína eigi að tilheyra Taívan, enda hafi réttmæt stjórnvöld Kína flúið til Taívans þegar kommúnistar gerðu byltingu í Kína árið 1949. Einungis 22 lönd viðurkenna sjálfstæði Taívans, en Vesturlönd hafa flest hikað við að taka upp pólitísk samskipti við Taívan, enda er þar hinu volduga Kína að mæta sem tæki slíkt afar óstinnt upp.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira