Fótbolti

Innköstin hans Arons Einars eru engu lík og skila marki í hverjum leik | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson tekur innkast og þá er hætta.
Aron Einar Gunnarsson tekur innkast og þá er hætta. Vísir/Getty
Íslenska landsliðið náði að jafna metin á móti Englandi aðeins tveimur mínútum eftir að Wayne Rooney kom enska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu.

Íslenska liðið varð fyrir miklu áfalli að fá á sig mark strax í byrjun í þessum stærsta leik íslenska liðsins í sögunni en strákarnir okkar komu sterkir til baka.

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmarkið eftir stoðsendingu frá hinum miðverði íslenska liðsins, Kára Árnasyni.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Kári Árnason leggur upp mark hjá íslenska liðinu en hann lagði upp mark fyrir Jón Daða Böðvarsson í sigurleiknum á móti Austurríki.

Bæði mörkin eiga það sameiginlegt að hafa komið eftir löng innköst frá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Hér fyrir neðan má sjá þessu tvö mörk sem hafa komið eftir frábær innköst Arons Einars og klókan skalla Kára Árnasonar.

Ragnar Sigurðsson skorar eftir innkast Arons Einars á móti Englandi Jón Daði Böðvarsson skorar eftir innkast Arons Einars á móti Austurríki

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×