23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 18:45 Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira