Rashford skrifar undir fjögurra ára samning við United Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 12:45 Marcus Rashford við undirskriftina í dag. mynd/manutd.com Marcus Rashford, framherji Manchester United, er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Þessi 18 ára strákur sló í gegn með United á seinni hluta leiktíðar sem hófst með því að hann skoraði fyrsta markið sitt í fyrsta leiknum sínum sem var Evrópuleikur á móti Midtjylland. Hann skoraði tvívegis í þeim leik. Þremur dögum síðar spilaði Rashford fyrsta deildarleikinn gegn Arsenal á Old Trafford og skoraði þar fyrsta deildarmarkið sitt. Hann fullkomnaði svo „þrennuna“ með því að skora fyrsta landsliðsmarkið fyrir England eftir 135 sekúndur í fyrsta landsleiknum gegn Ástralíu á föstudagskvöldið. Rashford skoraði átta mörk í 17 leikjum fyrir Manchester United en talið er að hann fái nú 20.000 pund á viku í laun en bónusar og aðrar árangurstengdar greiðslur hækki launapakkann verulega. „Ég er í skýjunum með að skrifa undir nýjan samning. Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Manchester United þannig það er draumi líkast að spila fyrir liðið. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri til að sanna mig,“ segir Marcus Rashford um nýja samninginn. Strákurinn ungi bíður nú spenntur eftir að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, tilkynni hópinn sem fer á EM en hann var valinn í 25 manna hópinn. Tveir verða skornir frá þeim hópi áður en haldið verður til Frakklands. Enski boltinn Tengdar fréttir Hodgson: Rétt ákvörðun að velja Rashford í hópinn Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að Marcus Rashford, framherji Manchester United, búi yfir gríðarlega miklum hæfileikum en hafi ekki mikinn tíma til að sýna sig og sanna fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 24. maí 2016 12:00 Rashford aðeins 135 sekúndur að skora fyrsta landsliðsmarkið og Twitter fór á flug Marcus Rashford, hinn 18 ára gamli framherji Manchester United, var ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir enska landsliðið. 27. maí 2016 19:34 United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. 27. maí 2016 20:38 Rooney: Framtíðin björt hjá Man. Utd Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segir að framtíðin sé björt hjá félaginu með svona marga unga og skemmtilega stráka í sínum röðum. 14. maí 2016 22:15 Rashford í 26 manna hóp Englendinga | Sjáðu hópinn Roy Hodgson, stjóri Englendinga, er búinn að velja 26 manna undirbúningshóp fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. 16. maí 2016 11:06 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Marcus Rashford, framherji Manchester United, er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins. Þessi 18 ára strákur sló í gegn með United á seinni hluta leiktíðar sem hófst með því að hann skoraði fyrsta markið sitt í fyrsta leiknum sínum sem var Evrópuleikur á móti Midtjylland. Hann skoraði tvívegis í þeim leik. Þremur dögum síðar spilaði Rashford fyrsta deildarleikinn gegn Arsenal á Old Trafford og skoraði þar fyrsta deildarmarkið sitt. Hann fullkomnaði svo „þrennuna“ með því að skora fyrsta landsliðsmarkið fyrir England eftir 135 sekúndur í fyrsta landsleiknum gegn Ástralíu á föstudagskvöldið. Rashford skoraði átta mörk í 17 leikjum fyrir Manchester United en talið er að hann fái nú 20.000 pund á viku í laun en bónusar og aðrar árangurstengdar greiðslur hækki launapakkann verulega. „Ég er í skýjunum með að skrifa undir nýjan samning. Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Manchester United þannig það er draumi líkast að spila fyrir liðið. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri til að sanna mig,“ segir Marcus Rashford um nýja samninginn. Strákurinn ungi bíður nú spenntur eftir að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, tilkynni hópinn sem fer á EM en hann var valinn í 25 manna hópinn. Tveir verða skornir frá þeim hópi áður en haldið verður til Frakklands.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hodgson: Rétt ákvörðun að velja Rashford í hópinn Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að Marcus Rashford, framherji Manchester United, búi yfir gríðarlega miklum hæfileikum en hafi ekki mikinn tíma til að sýna sig og sanna fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 24. maí 2016 12:00 Rashford aðeins 135 sekúndur að skora fyrsta landsliðsmarkið og Twitter fór á flug Marcus Rashford, hinn 18 ára gamli framherji Manchester United, var ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir enska landsliðið. 27. maí 2016 19:34 United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. 27. maí 2016 20:38 Rooney: Framtíðin björt hjá Man. Utd Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segir að framtíðin sé björt hjá félaginu með svona marga unga og skemmtilega stráka í sínum röðum. 14. maí 2016 22:15 Rashford í 26 manna hóp Englendinga | Sjáðu hópinn Roy Hodgson, stjóri Englendinga, er búinn að velja 26 manna undirbúningshóp fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. 16. maí 2016 11:06 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Hodgson: Rétt ákvörðun að velja Rashford í hópinn Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að Marcus Rashford, framherji Manchester United, búi yfir gríðarlega miklum hæfileikum en hafi ekki mikinn tíma til að sýna sig og sanna fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 24. maí 2016 12:00
Rashford aðeins 135 sekúndur að skora fyrsta landsliðsmarkið og Twitter fór á flug Marcus Rashford, hinn 18 ára gamli framherji Manchester United, var ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir enska landsliðið. 27. maí 2016 19:34
United-mennirnir sáu um mörkin hjá Englendingum í kvöld England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en þetta var síðasti landsleikur Englendinga áður en Roy Hodgson sker hópinn niður um þrjá og velur þá 23 sem fara á Evrópumótið í Frakklandi. 27. maí 2016 20:38
Rooney: Framtíðin björt hjá Man. Utd Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segir að framtíðin sé björt hjá félaginu með svona marga unga og skemmtilega stráka í sínum röðum. 14. maí 2016 22:15
Rashford í 26 manna hóp Englendinga | Sjáðu hópinn Roy Hodgson, stjóri Englendinga, er búinn að velja 26 manna undirbúningshóp fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. 16. maí 2016 11:06