Enski boltinn

Spilaði sinn fyrsta leik í fjögur ár eftir krabbamein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Petrov á æfingu með Villa.
Petrov á æfingu með Villa. vísir/getty
Stiliyan Petrov spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa í rúm fjögur ár þegar hann spilaði með liðinu í æfingarleik í Austurríki í dag.

Í mars 2012 greindist Petrov með krabbamein og hætti því alfarið knattspyrnuiðkun, en nú hefur hann snúið aftur 37 ára gamall og spilaði i 8-0 sigri á GAK í æfingarleik í dag.

Búlgarski miðjumaðurinn, sem á 105 landsleiki, staðfesti í sumar endurkomu sína og er nú á æfingarferðalagi með Aston Villa sem féll niður í B-deildina á síðasta tímabili.

Jordan Ayew kom Aston Villa í 2-0 og þeir Micah Richards og Libor Kozak bættu við mörkum og staðan var 4-0 í hálfleik fyrir Villa.

Joe Bennett og Rudy Gustede skoruðu tvö sitt hvor tvö mörkin í síðari hálfleik og lokatölur 8-0, en þetta var fyrsti leikur Roberto Di Matteo sem stjóri Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×