Enski boltinn

Parlour: Fólk verður fljótt að gleyma verðmiðanum standi Pogba sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Parlour heldur fyrirlestur.
Parlour heldur fyrirlestur. vísir/getty
Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að 100 milljóna verðmiðinn á Paul Pogba verði fljótt gleymt ef hann hjálpar Manchester United að vinna enska meistaratitilinn.

Flestir miðlar ytra greina frá því að Pogba sé að ganga í raðir enska stórliðsins, en hann kostar skyldinginn.

„Já, 100 milljónir eru mikið af peningum, en hann mun eigna sér miðjusvæðið. Zlatan Ibrahimovic er frábær kaup, Henrikh Mkhitaryan er frábær kaup. Þetta verður rosaleg barátta í úrvalsdeildinni,” sagði Parlour.

„Það verður athyglisvert að sjá hverjir fá hvern fyrir enda gluggans, en það er ljóst að Pogba verður frábær kaup.”

„Fólk mun skoða verðmiðann, en ef hann stendur sig og hjálpar þeim að vinna titilinn munu allir gleyma hvað hann kostar. Hann yrði frábær fyrir Manchester United,” sagði Parlour að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×