Enski boltinn

Hörður Björgvin til Bristol

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin er væntanlega ánægður með nýja samninginn, en hér er hann með Róberti Hostert, handboltakappa, eftir leik Íslands á EM.
Hörður Björgvin er væntanlega ánægður með nýja samninginn, en hér er hann með Róberti Hostert, handboltakappa, eftir leik Íslands á EM. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon er á leið í ensku B-deildina í knattspyrnu, en hann mun ganga í raðir Bristol City í sumar.

Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is, en Hörður var í leikmannahópi íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar. Hann kom þó ekki við sögu.

Hann hefur síðustu tvö ár verið á mála hjá Cesena, en þar áður var hann hjá Spezia. Fyrst var hann keyptur til Juventus frá Fram.

Hörður getur leikið sem vinstri bakvörður eða miðvörður, en kaupverðið er talið þrjár milljónir evra og er hann því dýrasti leikmaður Bristol frá upphafi.

Bristol lenti í átjánda sæti deildarinnar á síðasta tímabili, en þeir voru tólf stigum frá fallsæti. Þeir unnu 13 leiki, gerðu 13 jafntefli og töpuðu 20 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×