Enski boltinn

Arsenal ekki gert tilboð í Lacazette

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lacazette fagnar marki með Lyon.
Lacazette fagnar marki með Lyon. vísir/getty
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, segir að Arsenal hafi ekki gert neitt tilboð í Alexandre Lacazette og segir framherjann ekki á leið frá félaginu.

Þessi 25 ára gamli marksækni framherji hefur verið funheitur í frönsku úrvalsdeildinni síðustu ár, en hann hefur skorað 48 deildarmörk síðustu tvö tímabil.

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa verið á eftir kappanum, en Lyon staðfesti að þeir hefðu hafnað 31 milljón punda boði frá West Ham í kappann.

Undanfarnar vikur hefur svo verið tíðrætt um það að Lacazette sé á leið til Arsenal, en framherjinn á tíu leiki fyrir franska landsliðið.

„Ég sá Arsene í kringum leiki Frakklands og hann hefur ekkert sagt mér. Ég held ða það sé ekkert og það lýtur út fyrir að Alex verði áfram hjá Lyon á nýjum leikvangi," sagði Aulas.

„Ég held að hann muni vera áfram og vera ánægður því við verðum einnig í Meistaradeildinni núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×