Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 11:43 Altjón varð þegar Grillskáli N1 á Þórshöfn á Langanesi brann á þriðjudag. Um er að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu. vísir/kristinn lárusson Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir. Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00