Hótar frekari kjarnorkutilraunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2016 23:20 Kim Jong-Un fylgist með eldflaugaskoti. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn. Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn.
Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47
B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37
Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00
Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41
Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24
Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27