Bændur standa vaktina Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson skrifar 14. mars 2016 06:00 Á Íslandi hefur þróast merkilega fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar styðja hver við aðra með viðskiptum sín á milli sem öll skipta miklu máli. Þar á meðal er íslenskur landbúnaður og afleidd starfsemi. Bein verðmætasköpun íslensks landbúnaðar er árlega 54 milljarðar króna. Þá er einnig hagrænn ávinningur í formi gjaldeyrissparnaðar þar sem ekki þarf að flytja inn matvæli í eins miklum mæli, sem leiðir líka til umhverfislegs ávinnings því að útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga er minni en ella. Alls hafa um fjögur þúsund manns beina atvinnu af landbúnaði á Íslandi og aðrir fimm þúsund hafa atvinnu hjá stórum og smáum fyrirtækjum um allt land sem tengjast framleiðslu landbúnaðarins. Bændur hafa reynst íslensku samfélagi vel og hefur verð á íslenskum matvælum haldist stöðugra og hækkað minna en þau innfluttu á undanförnum árum. Þá lögðu íslenskir bændur sitt af mörkum við að halda aftur af hækkun matvöruverðs eftir efnahagshrunið þegar allar innfluttar vörur ruku upp í verði. Íslenskir bændur eru stoltir af framlagi sínu til íslensks atvinnulífs og samfélags. Alþýðusamband Íslands virðist þó helst vilja losna við það framlag því sambandið hefur skorað á Alþingi að fella nýgerða búvörusamninga og kallað eftir því að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði stóraukinn. Þessi afstaða sambandsins er óskiljanleg. Í fyrsta lagi eru þúsundir félagsmanna Alþýðusambandsins í störfum sem eru beintengd íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi þá liggur fyrir að styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað lægra verði á innfluttum mat- og drykkjarvörum, sem hefði fært félagsmönnum Alþýðusambandsins umtalsverða kaupmáttarstyrkingu. Þeirra eigið verðlagseftirlit hefur sýnt fram á hvernig verslunin skilar ekki ábata til neytenda hvort sem það er vegna lækkunar á opinberum álögum eða styrkingar gengis. Það er ótrúlegt að Alþýðusambandið skuli velja að beina spjótum sínum að íslenskum landbúnaði. Nýr búvörusamningur felur í sér að verði á innlendri matvælaframleiðslu er haldið niðri. Hvernig halda menn að þróunin yrði ef hætt yrði að greiða niður verð á innlendri matvöru og neytendur þyrftu eingöngu að treysta á sanngjarna álagningu verslunarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur þróast merkilega fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar styðja hver við aðra með viðskiptum sín á milli sem öll skipta miklu máli. Þar á meðal er íslenskur landbúnaður og afleidd starfsemi. Bein verðmætasköpun íslensks landbúnaðar er árlega 54 milljarðar króna. Þá er einnig hagrænn ávinningur í formi gjaldeyrissparnaðar þar sem ekki þarf að flytja inn matvæli í eins miklum mæli, sem leiðir líka til umhverfislegs ávinnings því að útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga er minni en ella. Alls hafa um fjögur þúsund manns beina atvinnu af landbúnaði á Íslandi og aðrir fimm þúsund hafa atvinnu hjá stórum og smáum fyrirtækjum um allt land sem tengjast framleiðslu landbúnaðarins. Bændur hafa reynst íslensku samfélagi vel og hefur verð á íslenskum matvælum haldist stöðugra og hækkað minna en þau innfluttu á undanförnum árum. Þá lögðu íslenskir bændur sitt af mörkum við að halda aftur af hækkun matvöruverðs eftir efnahagshrunið þegar allar innfluttar vörur ruku upp í verði. Íslenskir bændur eru stoltir af framlagi sínu til íslensks atvinnulífs og samfélags. Alþýðusamband Íslands virðist þó helst vilja losna við það framlag því sambandið hefur skorað á Alþingi að fella nýgerða búvörusamninga og kallað eftir því að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði stóraukinn. Þessi afstaða sambandsins er óskiljanleg. Í fyrsta lagi eru þúsundir félagsmanna Alþýðusambandsins í störfum sem eru beintengd íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi þá liggur fyrir að styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað lægra verði á innfluttum mat- og drykkjarvörum, sem hefði fært félagsmönnum Alþýðusambandsins umtalsverða kaupmáttarstyrkingu. Þeirra eigið verðlagseftirlit hefur sýnt fram á hvernig verslunin skilar ekki ábata til neytenda hvort sem það er vegna lækkunar á opinberum álögum eða styrkingar gengis. Það er ótrúlegt að Alþýðusambandið skuli velja að beina spjótum sínum að íslenskum landbúnaði. Nýr búvörusamningur felur í sér að verði á innlendri matvælaframleiðslu er haldið niðri. Hvernig halda menn að þróunin yrði ef hætt yrði að greiða niður verð á innlendri matvöru og neytendur þyrftu eingöngu að treysta á sanngjarna álagningu verslunarinnar?
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar