Fótbolti

Tevez með nýtt gylliboð frá Kína

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tevez fagnar marki gegn River Plate í erkifjendaslagnum.
Tevez fagnar marki gegn River Plate í erkifjendaslagnum. Vísir/getty
Argentínski framherjinn Carlos Tevez gæti orðið næsta stórstjarnan sem ákveður að ganga til liðs við lið í Kína en hann á í viðræðum við Shanghai Shenhua.

Gus Poyet sem tók við liði Shanghai Shenhua staðfesti í samtali við argentínska útvarpsstöð að viðræður stæðu yfir við Tevez.

Hefur hann áður hafnað slíku tilboði frá Kína í febrúar síðastliðnum en forseti Boca á von á því að Tevez samþykki nýjasta tilboðið.

Tevez hefur leikið með Boca Juniors í heimalandinu undanfarna átján mánuði en hann lék áður með Juventus, Manchester City, Manchester United og West Ham.

Tevez stendur til boða launapakki sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni heims í Kína en nýlega skrifaði brasilíski miðjumaðurinn Oscar undir risasamning í Kína.


Tengdar fréttir

Oscar búinn að tryggja sér Kínagullið

Oscar er orðinn leikmaður kínverska liðsins Shanghai SIPG en félagið hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×