Erlent

Fengu heimsókn frá nöktum „Ronald Reagan“ á nýársnótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn var einungis klæddur grímunni og sokk sem huldi kynfærin.
Maðurinn var einungis klæddur grímunni og sokk sem huldi kynfærin. skjáskot
Húsráðendur í Alabama fengu óþægilega heimsókn á nýársnótt þegar nakinn maður með grímu af andliti Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, braust inn á verönd þeirra.

Maðurinn, sem einungis var klæddur grímunni og einum sokk sem huldi kynfæri hans, hljóp af vettvangi þegar íbúi hússins, Bart Yancey, stóð hann að verki í Vestavia Hills í Alabama.

Eiginkona hans, Danielle, birti myndband af heimsókn hins nakta á Facebook-síðu sinni. Með færslunni skrifaði hún að það væri þó ekki hægt að útiloka að gríman hafi ekki verið af Ronald Reagan heldur af öðrum fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Richard Nixon.

Lögreglan í Vestavia Hills er með málið til rannsóknar en hefur enn ekki haft hendur í hári nakta mannsins. Hún hafi þó fengið fjölda vísbendinga.

Danielle sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla sagði hún að margir væru að gera grín að atvikinu. „Ég flissaði alveg yfir þessu síðar en á sama tíma þá er þetta mjög óþægilegt. Ég veit ekki hvað hann ætlaði sér eiginlega að gera,” sagði Danielle.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Rétt er að taka fram að mörgum kann að þykja það óþægilegt áhorfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×