Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 22:53 Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. „Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll. Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Landspítali harmar fráfall Nóa Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Í Kastljósi í vikunni fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. Páll segir þessa umfjöllun Kastljóssins hafa látið engan sem á horfði ósnortinn. „Enda sorg foreldra barnsins sem lést og annarra ástvina átakanleg,“ segir Páll í pistlinum. Hann segir ítarlega rótargreiningu hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu Embættis landlæknis, að mistök hafi verið gerð sem leiddu til dauða drengsins. „Það er sannleikur málsins. Landspítalinn brást þessari fjölskyldu. Við getum aldrei harmað það nógsamlega,“ segir Páll. Hann segir Landspítalann geta þó dregið lærdóm af þessu alvarlega máli og það hafi raunar þegar gerst í kjölfar rótargreiningarinnar. „Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir sem ætlað er að bæta þjónustu okkar við foreldra í fæðingarferli og höfum við þegar komið sjö slíkum verkefnum í farveg, m.a. í samstarfi við Embætti landlæknis. Árangur okkar í fæðingarhjálp er á heimsmælikvarða og raunar erum við þar fremst meðal jafningja. Það gerir undantekningarnar svo hörmulegar. Það er samt mikilvægt að minna almenning á þessa staðreynd og ég fullyrði að fæðandi konum er óhætt að leita til Landspítala,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: Mjög miður ef konum finnst ljósmæður ekki koma vel fram við sig Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, telur öruggt að segja það að hver einasta ljósmóðir sé að reyna að gera sitt besta á hverri stundu. 31. ágúst 2016 15:55
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02