Erlent

Um milljón manns á Times-torgi í New York til að taka á móti nýja árinu

Atli Ísleifsson skrifar
Trá Times-torgi í nótt.
Trá Times-torgi í nótt. Vísir/AFP
Um milljón manns kom saman á Times-torgi í New York á miðnætti til að fylgjast með „kúlunni falla“. Öryggisgæsla var mikil þar sem gestir fögnuðu komu nýs árs og þar sem þau Demi Lovato, Carrie Underwood, Wiz Khalifa og Charlie Puth tóku lagið.

Sjá má augnablikið þegar árið 2016 gekk í garð á Times-torgi spilaranum að neðan.

Gríðarlegur mannfjöldi kom saman á ströndinni Copacabana í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro þar sem mikil flugeldasýning lýsti upp næturhimininn á miðnætti.

Fyrr höfðu fólk í Evrópu, Afríku, Asíu og Eyjaálfu tekið á móti nýja árinu og var sérstaklega mikil öryggisgæsla þar sem fólk kom saman í mörgum evrópskum stórborgum.

Á Times-torgi í New York.Vísir/AFP
Brasilíumenn fylgjast með flugeldasýningunni í Rio de Janeiro.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×