Erlent

NATO ætlar að fylgjast með smyglurum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ásamt Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á leiðtogafundinum í Brussel.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ásamt Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á leiðtogafundinum í Brussel. vísir/EPA
Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt að senda herskip og flugvélar til austur­hluta Miðjarðarhafsins, þar sem fylgst verður með smyglurum, sem reyna að koma flóttafólki til Evrópu.

„Þetta snýst um að hjálpa Grikklandi, Tyrklandi og Evrópusambandinu við að hafa hemil á flóttamannastraumnum og takast á við afar erfitt ástand,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að loknum leiðtogafundi í Brussel í gær.

Þar fóru Þjóðverjar, Grikkir og Tyrkir fram á aðstoð frá NATO. Stolten­berg tók þó fram að hersveitir NATO myndu ekki taka að sér að stöðva eða senda til baka skip eða báta með flóttafólki, heldur myndi NATO fyrst og fremst útvega upplýsingar og sinna eftirliti til að hindra glæpastarfsemi og ólöglegt smygl á fólki.

„Nú er farin af stað skipulögð glæpastarfsemi sem notfærir sér neyð þessa fólks,“ sagði Ash Carter, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Brussel í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×