Erlent

Kvennamoska á leynilegum stað

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í mosku í Reykjavík.
Í mosku í Reykjavík. vísir/vilhelm
Fyrsta kvennamoskan í Danmörku verður opnuð í Kaupmannahöfn á næstunni. Imaminn Sherin Khankan, sem er kona, segir við Politiken að moskunni verði stjórnað af konum og verði fyrir konur. Konur muni jafnframt stjórna föstudagsbænum.

Lektor við deild Miðausturlandafræða, Mehmet Ümit Necef, segir um nútímavæðingu íslams að ræða. Félagið Dansk Islamisk Center gagnrýnir stofnun kvennamoskunnar.

Moskan verður á leyndum stað í upphafi af ótta við við áreiti andstæðinga hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×