Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2016 15:13 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún. Stjórnmálavísir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
„Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún.
Stjórnmálavísir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira