Sverrir Ingi er enn að átta sig á þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 06:00 Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira