Innlent

43 tegundir í boði af jólabjór í ár

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar
þegar lækkar á lofti sólin, þá kemur jólabjórinn
þegar lækkar á lofti sólin, þá kemur jólabjórinn Vísir/GettyImages
Þegar hausta tekur fara ótal margir íslendingar að bíða óþreyjufullir  eftir komu jólabjórsins sem gleður á köldum vetrarkvöldum. Í vikunni tilkynnti ÁTVR að sala á jólabjórnum muni hefjast þann 15. nóvember. Gott úrval jólabjóra mun vera í boði í ár og það verður hægt að velja úr 43 tegundum. Fleiri tegundir eru í boði í ár heldur en árin á undan.

Mikil stemming hefur skapast hjá neytendum fyrir komu jólabjórsins ár hvert og fara margir í ítarlega smökkun á hverjum bjór fyrir sig til að ákvarða hvað sé best á markaðnum. Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól en áhugi á jólabjór virðist verða meiri með ári hverju. Í fyrra voru  34 tegundir í boði svo mikil fjölgun hefur orðið á einu ári.

í dag er J-dagurinn en þá fer jólabjór Tuborg í sölu á börum landsins. Löng hefð er fyrir þessum degi sem er alltaf fyrsta föstudag í nóvember og  hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur í Danmörku frá árinu 1990. Ísland hefur tekið þennan dag upp á sína arma og verður hann einungis vinsælli með hverju árinu sem líður.

Salan á jólabjór eykst sífellt með árunum og framboð nýrra tegunda á markaðnum verður bara betra. Bjórþyrstir íslendingar geta því beðið spenntir eftir 15. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×