Innlent

Tveir bjarthegrar flugu frá Spáni til Stokkseyrar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bjarthegrarnir tveir á Selsflóði í dag.
Bjarthegrarnir tveir á Selsflóði í dag. vísir/mhh
„Þetta er mjög sérstakt og skemmtilegt, við höfum aldrei áður séð tvo bjarthegra hér á Stokkseyri, þetta er mögnuð sjón,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands sem skoðaði fuglana í morgun, ásamt Hlyni Óskarssyni, vistfræðingi.

Þeir eru staðsettir á svokölluðu Selsflóði við bæinn Efra Sel. Einn fugl hefur verið á flóðinu síðustu daga en síðan bættist annar nýlega við.

„Fuglarnir hafa komið hingað með sterku sunnanáttinni sem var á landinu um daginn. Þeir koma væntanlega frá Spáni, hafa kannski ætlað sér til Afríku en lentu á Íslandi. Það komu fleiri mjög sjaldgæfir fuglar með þessari sunnanátt eins og Mjallhegri og Kúhegri“, bætir Jóhann Óli við.

Annar hegrinn á flugi í dag.vísir/mhh
vísir/mhh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×