Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári.
Tveir landsleikir eru eftir af árinu og þegar upp verður staðið verða leikirnir í ár orðnir 17 hjá liðinu.
Metið var 13 leikir og sett árið 1988. Leikirnir á EM eru auðvitað stór hluti af þessu og svo voru æfingaleikirnir fleiri en venjulega.
„Þetta hefur tekið á alla og margir hafa fórnað miklu fyrir liðið á þessum tíma. Það er mér bæði ljúft og skylt að þakka og hrósa öllum fyrir sína vinnu,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
„Það hefði verið auðvelt að detta í einhverja neikvæðni út af þreytu en það hefur aldrei gerst hjá neinum. Það segir mikið um samheldnina og væntumþykjuna sem allir hafa fyrir liðinu.“
A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki
Tengdar fréttir

Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri
Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018.

Góð aðstaða í boði Errea
Íslenska landsliðið mun aðallega undirbúa sig fyrir leikinn stóra gegn Króatíu í Parma á Ítalíu.

Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með
Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik.