Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 11:15 Alfreð Finnbogason er meiddur. vísir/anton brink Hvorki Alfreð Finnbogason né Kolbeinn Sigþórsson verða með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 annan laugardag og Möltu í vináttuleik þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en áfram eru meiðsli að hrella landsliðið í undankeppni HM. Strákarnir okkar eru með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu Finna og Tyrki í síðasta verkefni sem voru tveir heimaleikir. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn eða einum manni færri en í hópinn sem mætti Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Tveir leikmenn detta út frá síðasta hóp eða þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson. Framherjarnir tveir eru frá vegna meiðsla en Kolbeinn Sigþórsson er ekki enn þá búinn að spila mínútu í undankeppninni og þá er hann ekki enn farinn af stað með Galatasaray í Tyrklandi vegna sömu meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum í undankeppninni en hann er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands til þessa og er einn af markahæstu leikmönnum undankeppninnar með þrjú mörk. Hann hefur aftur á móti ekki spilað fyrir lið sitt Augsburg síðan hann meiddist í sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði. Elías Már Ómarsson, markahæsti leikmaður 21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni, er kominn inn í hópinn en hann hefur spilað mjög vel með IFK Gautaborg í sænsku deildinni. Elías Már er einn af fjórum framherjum íslenska liðsins en hinir eru Jón Daði Böðvarsson, Viðar Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Emil Hallfreðsson getur tekið þátt í þessum verkefnum en hann var ekki leikfær í síðustu verkefnum þótt að hann hafi verið valinn í hópinn þá. Leikurinn gegn Króatíu fer fram í Zagreb 12. nóvember.Hópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, RosenborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, FC Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City Theódór Elmar Bjarnason, AGF Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Arnór Ingvi Traustason, Rapid VínSóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Kjartansson Maccabi, Tel Aviv Elías Már Ómarsson, IFK Gautaborg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Hvorki Alfreð Finnbogason né Kolbeinn Sigþórsson verða með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 annan laugardag og Möltu í vináttuleik þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en áfram eru meiðsli að hrella landsliðið í undankeppni HM. Strákarnir okkar eru með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu Finna og Tyrki í síðasta verkefni sem voru tveir heimaleikir. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn eða einum manni færri en í hópinn sem mætti Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Tveir leikmenn detta út frá síðasta hóp eða þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson. Framherjarnir tveir eru frá vegna meiðsla en Kolbeinn Sigþórsson er ekki enn þá búinn að spila mínútu í undankeppninni og þá er hann ekki enn farinn af stað með Galatasaray í Tyrklandi vegna sömu meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum í undankeppninni en hann er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands til þessa og er einn af markahæstu leikmönnum undankeppninnar með þrjú mörk. Hann hefur aftur á móti ekki spilað fyrir lið sitt Augsburg síðan hann meiddist í sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði. Elías Már Ómarsson, markahæsti leikmaður 21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni, er kominn inn í hópinn en hann hefur spilað mjög vel með IFK Gautaborg í sænsku deildinni. Elías Már er einn af fjórum framherjum íslenska liðsins en hinir eru Jón Daði Böðvarsson, Viðar Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Emil Hallfreðsson getur tekið þátt í þessum verkefnum en hann var ekki leikfær í síðustu verkefnum þótt að hann hafi verið valinn í hópinn þá. Leikurinn gegn Króatíu fer fram í Zagreb 12. nóvember.Hópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, RosenborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, FC Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City Theódór Elmar Bjarnason, AGF Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Arnór Ingvi Traustason, Rapid VínSóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Kjartansson Maccabi, Tel Aviv Elías Már Ómarsson, IFK Gautaborg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira