Skrefi nær draumastarfinu með góðri hjálp Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar: „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2016 22:46 Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum. Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum.
Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00