Bílskúrinn: Biðin í Bakú Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júní 2016 16:00 Nico Rosberg var manna fljótastur í Bakú. Vísir/AFP Nico Rosberg á Mercedes vann fyrsta Formúlu 1 kappaksturinn sögunnar sem fram fór í Bakú. Hann hefur nú 24 stiga forskot á Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. Hvað var að hjá Hamilton? Hver tekur sæti Raikkonen hjá Ferrari, kannski hann en hver annar kemur til greina? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton var ekki að finna sig á brautinni í Bakú.Vísir/GettyHunduri Hamilton át heimavinnuna hans Lewis Hamilton lenti í vandræðum með tölvukerfið í bíl sínum í keppninni. Nico Rosberg lenti í sambærilegum vandræðum. Munurinn virtist hins vegar liggja í því að Rosberg vissi hvernig átti að bregðast við. Hamilton hins vegar gerði lítið annað en að kvarta yfir að fá ekki aðstoð. Mercedes mátti ekki hjálpa ökumönnum sínum eftir að miklar takmarkanir voru settar á samskipti ökumanna og verkfræðinganna í gegnum talstöðina. Hamilton gat ekki fyrr en seint og um síðir. Um leið og hann komst af stað almennilega kláraði hann allt grip í dekkjunum og þurfti að sætta sig við að spara þau það sem eftir var keppninnar. Hamilton hefði betur unnið heimavinnuna sína og vitað hvernig stillingarnar á stýrinu virka upp á hár.Sergio Marchionne er orðinn leiður á óheppni Ferrari.Vísir/GettyVerður Raikkonen áfram í Formúlu 1? Í Bílskúrnum eftir kanadíska kappaksturinn spa´ði ofanritaður því að Daniel Ricciardo sem nú er á mála hjá Red Bull kæmi til Ferrari fyrir næsta tímabil. Ricciardo batt enda á þær getgátur skömmu seinna. Hann framlengdi við Red Bull um eitt ár. Sergio Perez er næstur í sæti hjá Ferrari að því er virðist. Perez hefur ekið vel hjá Force India og náði meðal annars á verðlaunapall um helgina. Hann varð líka þriðji í Mónakó. Framtíð Raikkonen er í hans eigin höndum að sögn Ferrari liðsins. Ef Raikkonen getur skilað stöðugum og góðum úrslitum heldur hann sæti sínu hjá liðinu en ef ekki þá gæti Ferrari farið að leita að öðrum ökumanni. Finnans fámælta yrði saknað.Bakú brautin er skemmtilega upp sett og ætti að geta boðið upp á skemmtilega keppni.Vísir/GettyVerður Bakú einhvertíman spennandi keppni? Ástæða fyrirsagnar Bílskúrsins að þessu sinni er einkar bragðdauf keppni í Bakú. Brautin bauð upp á allt til að skapa krassandi kappakstur. Allt kom þó fyrir ekki, eða er kannski réttara að segja að það kom ekkert fyrir. Fyrir utan tölvuvandræði Hamilton var kappaksturinn rólegur og bar einkenni vel smalaðs hrossastóðs. EInföld röð og gott bil á milli allra. Auðvitað voru einhver spennandi atvik. Bakú verður skemmtilegri á næsta ári. Ökumenn þurftu að læra á brautina, skilja hana og það var enginn reiðubúinn að taka mikla áhættu. Það vildi enginn verða kjáninn sem kunni ekki á nýju brautina.Rosberg fagnaði innilega en við tekur röð keppna þar sem Hamilton er seigur.Vísir/GettyGetur Nico Rosberg varið forskotið? Nú þegar átta keppnum er lokið af 21 þá er rétt að skoða hvernig framhaldið er líklegt til að þróast. Næsta keppni fer fram í Austurríki. Rosberg vann þá keppni í fyrra. Hamilton vann svo á Silverstone sem var næsta keppni eftir Austurríska kappaksturinn. Eftir Austurríska kappaksturinn sem var 21. júní vann Rosberg ekki keppni fyrr en 1. nóvember, þá í Mexíkó. Hamilton átti sviðið. Rosberg þarf að breyta þessu því það er mikið eftir og 24 stig eru fljót að verða að engu.Sergio Perez. Verður hann hjá Ferrari á næsta ári?Vísir/GettyÖkumaður dagsins Sergio Perez á Force India varð þriðji í Bakú. Hann er að eigin sögn reiðubúinn til að aka fyrir eitt af fjórum stærstu liðunum og reynslumeiri en hann var hjá McLaren í gamla daga. Perez ræsti sjöundi í Bakú og keyrði eins og herforingi og endaði þriðji. Það er gríðarlega vel gert. Það má færa sterk rök fyrir því að hann hafi ekið manna best í Bakú. Formúla Tengdar fréttir Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann fyrsta Formúlu 1 kappaksturinn sögunnar sem fram fór í Bakú. Hann hefur nú 24 stiga forskot á Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. Hvað var að hjá Hamilton? Hver tekur sæti Raikkonen hjá Ferrari, kannski hann en hver annar kemur til greina? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton var ekki að finna sig á brautinni í Bakú.Vísir/GettyHunduri Hamilton át heimavinnuna hans Lewis Hamilton lenti í vandræðum með tölvukerfið í bíl sínum í keppninni. Nico Rosberg lenti í sambærilegum vandræðum. Munurinn virtist hins vegar liggja í því að Rosberg vissi hvernig átti að bregðast við. Hamilton hins vegar gerði lítið annað en að kvarta yfir að fá ekki aðstoð. Mercedes mátti ekki hjálpa ökumönnum sínum eftir að miklar takmarkanir voru settar á samskipti ökumanna og verkfræðinganna í gegnum talstöðina. Hamilton gat ekki fyrr en seint og um síðir. Um leið og hann komst af stað almennilega kláraði hann allt grip í dekkjunum og þurfti að sætta sig við að spara þau það sem eftir var keppninnar. Hamilton hefði betur unnið heimavinnuna sína og vitað hvernig stillingarnar á stýrinu virka upp á hár.Sergio Marchionne er orðinn leiður á óheppni Ferrari.Vísir/GettyVerður Raikkonen áfram í Formúlu 1? Í Bílskúrnum eftir kanadíska kappaksturinn spa´ði ofanritaður því að Daniel Ricciardo sem nú er á mála hjá Red Bull kæmi til Ferrari fyrir næsta tímabil. Ricciardo batt enda á þær getgátur skömmu seinna. Hann framlengdi við Red Bull um eitt ár. Sergio Perez er næstur í sæti hjá Ferrari að því er virðist. Perez hefur ekið vel hjá Force India og náði meðal annars á verðlaunapall um helgina. Hann varð líka þriðji í Mónakó. Framtíð Raikkonen er í hans eigin höndum að sögn Ferrari liðsins. Ef Raikkonen getur skilað stöðugum og góðum úrslitum heldur hann sæti sínu hjá liðinu en ef ekki þá gæti Ferrari farið að leita að öðrum ökumanni. Finnans fámælta yrði saknað.Bakú brautin er skemmtilega upp sett og ætti að geta boðið upp á skemmtilega keppni.Vísir/GettyVerður Bakú einhvertíman spennandi keppni? Ástæða fyrirsagnar Bílskúrsins að þessu sinni er einkar bragðdauf keppni í Bakú. Brautin bauð upp á allt til að skapa krassandi kappakstur. Allt kom þó fyrir ekki, eða er kannski réttara að segja að það kom ekkert fyrir. Fyrir utan tölvuvandræði Hamilton var kappaksturinn rólegur og bar einkenni vel smalaðs hrossastóðs. EInföld röð og gott bil á milli allra. Auðvitað voru einhver spennandi atvik. Bakú verður skemmtilegri á næsta ári. Ökumenn þurftu að læra á brautina, skilja hana og það var enginn reiðubúinn að taka mikla áhættu. Það vildi enginn verða kjáninn sem kunni ekki á nýju brautina.Rosberg fagnaði innilega en við tekur röð keppna þar sem Hamilton er seigur.Vísir/GettyGetur Nico Rosberg varið forskotið? Nú þegar átta keppnum er lokið af 21 þá er rétt að skoða hvernig framhaldið er líklegt til að þróast. Næsta keppni fer fram í Austurríki. Rosberg vann þá keppni í fyrra. Hamilton vann svo á Silverstone sem var næsta keppni eftir Austurríska kappaksturinn. Eftir Austurríska kappaksturinn sem var 21. júní vann Rosberg ekki keppni fyrr en 1. nóvember, þá í Mexíkó. Hamilton átti sviðið. Rosberg þarf að breyta þessu því það er mikið eftir og 24 stig eru fljót að verða að engu.Sergio Perez. Verður hann hjá Ferrari á næsta ári?Vísir/GettyÖkumaður dagsins Sergio Perez á Force India varð þriðji í Bakú. Hann er að eigin sögn reiðubúinn til að aka fyrir eitt af fjórum stærstu liðunum og reynslumeiri en hann var hjá McLaren í gamla daga. Perez ræsti sjöundi í Bakú og keyrði eins og herforingi og endaði þriðji. Það er gríðarlega vel gert. Það má færa sterk rök fyrir því að hann hafi ekið manna best í Bakú.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00 Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut. 17. júní 2016 20:30
Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24
Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00