Enski boltinn

Man. Utd til í að greiða 100 milljónir punda fyrir Pogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba fagnar eftir sigurinn á Íslandi.
Pogba fagnar eftir sigurinn á Íslandi. vísir/getty
Manchester United er til í að opna veskið upp á gátt og gera Paul Pogba að dýrasta leikmanni allra tíma.

Samkvæmt heimildum Sky Sports eru viðræður á milli Man. Utd og Juventus um kaup á leikmanninnum þegar hafnar.

Þó svo Juventus vilji ekki sleppa Pogba væri erfitt fyrir félagið að segja nei við 100 milljón punda tilboði frá enska félaginu. Það eru tæpir 16 milljarðar íslenskra króna.

Real Madrid er líka á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á þessum 23 ára gamla franska landsliðsmanni.

Pogba var auðvitað leikmaður Man. Utd en fór í fússi fyrir fjórum árum síðan eftir að hafa lent upp á kant við þáverandi stjóra liðsins, Sir Alex Ferguson.

Ef United kaupir Pogba þá er það orðin dýr ákvörðun hjá Ferguson að sleppa honum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×