Erlent

Geimstöðin farið hundrað þúsund sinnum um jörðina

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimstöðin yfir Madagaskar.
Geimstöðin yfir Madagaskar. Mynd/NASA
Notendur Snapchat geta í dag fengið að fylgjast með geimförum Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það var gert í tilefni þess að í gær fór geimstöðin í kringum jörðina í hundrað þúsundasta sinn. Það samsvarar rúmlega fjögurra milljarða kílómetra ferðalagi. (4.254.046.973 km).

Til samanburðar er hringvegurinn 1.332 kílómetrar. Geimstöðin hefur því í raun farið hringveginn rúmlega þriggja milljóna sinnum. (3.193.728 ferðir). Vegalengdin samsvarar einnig tíu ferðum til Mars og til baka.

Geimstöðin hefur verið á sveimi um jörðina í rúm sautján ár og á þeim tíma hafa 222 geimfarar sótt hana heim.

Hægt er að skoða geimstöðina á Snapchat undir Live Story en einnig er hægt að fylgjast með NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×