Enski boltinn

Líklegt að Benitez fylgi Newcastle í B-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez tókst ekki að bjarga Newcastle frá falli þrátt fyrir gott gengi í vor.
Rafael Benitez tókst ekki að bjarga Newcastle frá falli þrátt fyrir gott gengi í vor. vísir/getty
Rafael Benitez mun líklega halda áfram sem knattspyrnustjóri Newcastle ef marka má fréttir frá Englandi í dag.

Benitez tók við Newcastle á miðju tímabili og gerði þá þriggja ára samning. Honum tókst hins vegar ekki að bjarga félaginu frá falli og hefur samkvæmt samningi sínum heimild til rifta honum.

Sjá einnig: Benitez: Gæti verið hér áfram

The Guardian segir að Benitez og eigandinn Mike Ashley hafi átt í viðræðum og sá síðarnefndi hafi samþykkt kröfur Spánverjans um hvernig skuli byggja upp félagið á nýjan leik og koma því aftur í deild þeirra bestu.

Benitez tók við Newcastle í mars og undir stjórn hans tapaði liðið ekki síðustu sex leikjum sínum á tímabilinu. Newcastle vann 5-1 stórsigur á Tottenham í lokaumferðinni en liðið var þá þegar fallið.

Líklegt er að samkvæmt samkomulaginu fái Benitez frjálsar hendur og fullt vald til að stýra liðinu og byggja upp nýjan leikmannahóp.


Tengdar fréttir

Benitez: Gæti verið hér áfram

Rafael Benitez, stjóri Newcastle, segir að hann gæti haldið áfram með Newcastle, þrátt fyrir að liðið sé fallið niður í ensku B-deildina. Lokaumferðin fer fram í ensku úrvalsdeildnni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×