Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2016 06:00 Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. vísir/gva „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira