Erlent

Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við um 30 þúsund manns á mótmælunum.
Búist er við um 30 þúsund manns á mótmælunum. Vísir/AFP
Um 10 þúsund stuðningsmenn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta eru nú saman komnir í miðborg þýsku borgarinnar Köln til að lýsa yfir stuðningi við Erdogan og andstöðu sinni við misheppnaða valdaránstilraun í landinu.

Fjölmargir andstæðingar Erdogans eru einnig á staðnum, en um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. Lögregla átti upphaflega von á um 30 þúsund stuðningsmönnum forsetans.

Lögreglustjórinn Jürgen Mathies leggur áherslu á að lögregla komi til með að bregðast skjótt og harkalega við öllum þeim ofbeldismálum sem kunna að koma upp á mótmælunum.

Skipuleggjendur mótmælanna, EUTD, sóttust eftir því að senda ræðu Erdogan beint á risaskjá, en stjórnlagadómstóll Þýskalands bannaði það. Íþróttamálaráðherra Tyrklands mun þó halda ræðu á samkomunni.

Fjölmargir Tyrkir búa í Þýskalandi og er áætlað um hálf milljón Tyrkja í Þýskalandi megi kjósa í tyrkneskum kosningum.

Um þrjár milljónir manna af tyrkneskum uppruna búa í Þýskalandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×