Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:24 Ellen Calmon gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. Fréttablaðið/Anton Brink Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira