Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Litlum gúmmíkúlum er dreift yfir gervigrasvelli til að gefa þeim mýkri áferð. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30