Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Litlum gúmmíkúlum er dreift yfir gervigrasvelli til að gefa þeim mýkri áferð. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir þessa áætlun og forgangsröðun meirihlutans. Dekkjakurlið, sem um er að ræða, er litlar gúmmíkúlur sem dreift er yfir völlinn til að gefa honum mýkri áferð. Á Alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga allra flokka um bann við notkun dekkjakurls og að mótuð verði áætlun um að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni fyrir árslok 2016. Mikið hefur verið fjallað um skaðsemi dekkjakurls sem notað er á völlunum og hvatti Læknafélag Íslands til þess árið 2010 að notkun kurlsins á íþrótta- og leiksvæðum yrði hætt. Í ályktun frá 2010 sagði Þorsteinn Guðnason hjartalæknir að í dekkjakurli væri að finna krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur gúmmí sem notað er í dekkjakurl verið misjafnt en þó sé nánast óhjákvæmilegt að nota ýmis skaðleg efni við framleiðsluna. Við framleiðslu dekkja var auk þess áður notuð olía sem inniheldur efni sem geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi. Notkun olíunnar hefur þó verið bönnuð við framleiðslu dekkja. Stofnunin hefur nú kallað eftir upplýsingum frá þremur innflytjendum um efnainnihald dekkjakurls sem notað er á gervigrasvöllum. Í áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að hafist verður handa við Víkingsvöll á þessu ári. Á næsta ári verður svo völlur KR endurnýjaður, völlur Leiknis árið 2018 og ÍR 2019. Margir foreldrar barna í Reykjavík eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á völlum borgarinnar ekki alfarið út á þessu ári. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við og hafa hafist handa við endurnýjun gervigrasvalla.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30