Heimir: Við lifum ekki í fullkomnum heimi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. mars 2017 06:00 Það er hausverkur hjá Heimi Hallgrímssyni hvernig hann á að stilla upp liði sínu í næsta leik. Margir lykilmenn eru fjarverandi. Vísir/Ernir Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Kósóvó í Albaníu þann 24. mars næstkomandi og fjórum dögum síðar spilar liðið vináttulandsleik gegn Írlandi ytra. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir meiddir og svo er Theodór Elmar Bjarnason í leikbanni. Það eru heldur betur stór skörð að fylla.Óvissa með meiðsli leikmanna Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason eru báðir í leikmannahópnum þó að þeir séu búnir að vera meiddir. Báðir munu væntanlega spila með félagsliðum sínum um helgina og að öllu óbreyttu mæta þeir leikfærir í landsleikina. 24 leikmenn voru þó valdir út af óvissunni um meiðsli. Landslið Kósóvó kom aðeins á síðasta ári inn í UEFA og FIFA og það er því lítil reynsla hjá leikmönnum liðsins að spila saman. Í liðinu eru þó sterkir einstaklingar og sumir hafa spilað með öðrum landsliðum áður en færðu sig um set þegar tækifærið til að spila fyrir Kósóvó kom upp. Liðið er í 165. sæti á heimslistanum en Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að það muni rjúka upp þann lista enda mun sterkara en staða þess á listanum segi til um. Það sé svona neðarlega þar sem það sé nýtt og hafi ekki sankað að sér neinum stigum. „Þetta er leikur sem íslenska landsliðið þarf að vinna en við gerum lítið úr öllum mótherjum ef við eigum að vinna einhvern leik. Ég vona að þú og allir Íslendingar hafi vit á því að vera ekki að tala niður andstæðinginn. Það hjálpar aldrei til að vinna,“ segir Heimir en hann hefur skoðað andstæðing sinn vel og ber mikla virðingu fyrir honum.Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson á fundinum í gær.Vísir/ErnirLeikmenn með mikla hæfileika „Þetta er ný þjóð sem hefur ekki spilað marga landsleiki en það eru þarna leikmenn með mikla hæfileika. Þeir spila með góðum liðum í góðum deildum. Ef við berum saman þeirra lið og lið íslensku leikmannanna þá er ekki mikill munur þar á. Einstaklingsgæðin eru svipuð. Þeir eru í því ferli að mynda lið og það tekur svolítinn tíma. Þeir hafa ekki þann lúxus að hafa horft á þessa leikmenn með sínum yngri landsliðum eða spilað lengi saman. Ég hrósa þjálfaranum fyrir hversu fljótt honum hefur tekist að mynda lið. Það tekur tíma því þjálfarinn fær liðið aðeins í nokkra daga á ári.“ Landsliðsþjálfarinn vill lítið ræða um hvar veikleikarnir liggja hjá Kósóvó en segir að flestir andstæðingar Kósóvó hafi pressað þá framarlega og það horfi hann á. Á þeim tíma sem Heimir hefur verið með landsliðið hefur hann nánast undantekningalaust getað spilað á sama liðinu og ekki þurft að gera miklar breytingar á hópnum. Nú reynir í fyrsta skipti almennilega á breiddina og menn með litla reynslu eins og Aron Sigurðarson, Óttar Magnús Karlsson, Kjartan Henry Finnbogason og Viðar Ari Jónsson eru í hópnum.Hefur verið frekar þægileg sigling hingað til „Þetta starf er oftast krefjandi. Þetta hefur verið frekar þægileg sigling hingað til og við höfum nánast alltaf getað valið sama leikmannahóp. Örugglega hundleiðinlegt á blaðamannafundum að fá sömu glæruna aftur og aftur. Að þessu sinni eru mikil forföll og sem betur fer fengum við verkefni í janúar og febrúar þar sem við gátum skoðað leikmenn og þeir mátað sig í þessu umhverfi. Þeir hafa virkilega staðið sig vel og þessi verkefni í byrjun ársins eru að hjálpa okkur mjög mikið akkúrat í dag,“ segir Eyjamaðurinn en hann sagði liðið vera að fá of mörg mörk á sig og svo vantar hann sína helstu framherja einnig í þessum leikjum. „Það er kannski hægt að segja að ég sé með áhyggjur en ég er þó meira spenntur fyrir þessum leik. Auðvitað vilja allir þjálfarar hafa alla sína leikmenn heila á leikdegi en svoleiðis gerist bara í fullkomnum heimi og við lifum ekki í fullkomnum heimi.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Ótrúlegur dagur fyrir Viðar sem var líka kosinn sá besti í Ísrael Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. 17. mars 2017 20:02 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Kósóvó í Albaníu þann 24. mars næstkomandi og fjórum dögum síðar spilar liðið vináttulandsleik gegn Írlandi ytra. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson eru allir meiddir og svo er Theodór Elmar Bjarnason í leikbanni. Það eru heldur betur stór skörð að fylla.Óvissa með meiðsli leikmanna Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason eru báðir í leikmannahópnum þó að þeir séu búnir að vera meiddir. Báðir munu væntanlega spila með félagsliðum sínum um helgina og að öllu óbreyttu mæta þeir leikfærir í landsleikina. 24 leikmenn voru þó valdir út af óvissunni um meiðsli. Landslið Kósóvó kom aðeins á síðasta ári inn í UEFA og FIFA og það er því lítil reynsla hjá leikmönnum liðsins að spila saman. Í liðinu eru þó sterkir einstaklingar og sumir hafa spilað með öðrum landsliðum áður en færðu sig um set þegar tækifærið til að spila fyrir Kósóvó kom upp. Liðið er í 165. sæti á heimslistanum en Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að það muni rjúka upp þann lista enda mun sterkara en staða þess á listanum segi til um. Það sé svona neðarlega þar sem það sé nýtt og hafi ekki sankað að sér neinum stigum. „Þetta er leikur sem íslenska landsliðið þarf að vinna en við gerum lítið úr öllum mótherjum ef við eigum að vinna einhvern leik. Ég vona að þú og allir Íslendingar hafi vit á því að vera ekki að tala niður andstæðinginn. Það hjálpar aldrei til að vinna,“ segir Heimir en hann hefur skoðað andstæðing sinn vel og ber mikla virðingu fyrir honum.Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson á fundinum í gær.Vísir/ErnirLeikmenn með mikla hæfileika „Þetta er ný þjóð sem hefur ekki spilað marga landsleiki en það eru þarna leikmenn með mikla hæfileika. Þeir spila með góðum liðum í góðum deildum. Ef við berum saman þeirra lið og lið íslensku leikmannanna þá er ekki mikill munur þar á. Einstaklingsgæðin eru svipuð. Þeir eru í því ferli að mynda lið og það tekur svolítinn tíma. Þeir hafa ekki þann lúxus að hafa horft á þessa leikmenn með sínum yngri landsliðum eða spilað lengi saman. Ég hrósa þjálfaranum fyrir hversu fljótt honum hefur tekist að mynda lið. Það tekur tíma því þjálfarinn fær liðið aðeins í nokkra daga á ári.“ Landsliðsþjálfarinn vill lítið ræða um hvar veikleikarnir liggja hjá Kósóvó en segir að flestir andstæðingar Kósóvó hafi pressað þá framarlega og það horfi hann á. Á þeim tíma sem Heimir hefur verið með landsliðið hefur hann nánast undantekningalaust getað spilað á sama liðinu og ekki þurft að gera miklar breytingar á hópnum. Nú reynir í fyrsta skipti almennilega á breiddina og menn með litla reynslu eins og Aron Sigurðarson, Óttar Magnús Karlsson, Kjartan Henry Finnbogason og Viðar Ari Jónsson eru í hópnum.Hefur verið frekar þægileg sigling hingað til „Þetta starf er oftast krefjandi. Þetta hefur verið frekar þægileg sigling hingað til og við höfum nánast alltaf getað valið sama leikmannahóp. Örugglega hundleiðinlegt á blaðamannafundum að fá sömu glæruna aftur og aftur. Að þessu sinni eru mikil forföll og sem betur fer fengum við verkefni í janúar og febrúar þar sem við gátum skoðað leikmenn og þeir mátað sig í þessu umhverfi. Þeir hafa virkilega staðið sig vel og þessi verkefni í byrjun ársins eru að hjálpa okkur mjög mikið akkúrat í dag,“ segir Eyjamaðurinn en hann sagði liðið vera að fá of mörg mörk á sig og svo vantar hann sína helstu framherja einnig í þessum leikjum. „Það er kannski hægt að segja að ég sé með áhyggjur en ég er þó meira spenntur fyrir þessum leik. Auðvitað vilja allir þjálfarar hafa alla sína leikmenn heila á leikdegi en svoleiðis gerist bara í fullkomnum heimi og við lifum ekki í fullkomnum heimi.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Ótrúlegur dagur fyrir Viðar sem var líka kosinn sá besti í Ísrael Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. 17. mars 2017 20:02 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30
Ótrúlegur dagur fyrir Viðar sem var líka kosinn sá besti í Ísrael Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. 17. mars 2017 20:02
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40