Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis áður en skýrsla nefndar um framtíðarstefnu í sjókvíalaxeldi á Íslandi liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum nýlega þurrkaði út sextíu og þriggja milljarða króna verðmæti í kauphöllinni i Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá nemendasýningu Ballettskóla Eddu Scheving í Borgarleikhúsinu og hittum engisprettuna Mekkín, sem var bjargað úr salatpoka á leikskólanum Tjarnarborg og er nú orðin stór hluti af leikskólastarfinu.

Þetta og meira til á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×