Ár þar sem allt fór samkvæmt áætlun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2017 06:00 Thelma Björg Björnsdóttir og Helgi Sveinsson með viðurkenningar sínar. Fréttablaðið/Anton Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Aðrar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira