Pútín og Assad funduðu í Sochi Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 08:35 Þetta er í annað sinn sem Bashar al-Assad Sýrlandsforseti heimsækir Rússland frá því að stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45