Erlent

María ógnar fórnarlömbum Irmu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hermenn vinna að hreinsun á Guedelope-eyjum áður en María fer yfir.
Hermenn vinna að hreinsun á Guedelope-eyjum áður en María fer yfir. Vísir/AFP
Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu.

María fetar nokkurn veginn sömu spor og Irma gerði en búist er við að Hléborðseyjar muni fyrst finna fyrir Maríu. Reiknað er með að fellibylurinn gangi á land þar seint í nótt.





Skýringarmynd sem sýnir áætlaða för Maríu. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic News
Yfirvöld í Púertó Ríkó, sem og í öðrum eyjum í Karíba-hafinu fylgjast grannt með gangi mála. Hreinsunarstarfi eftir að Irma gekk yfir eyjarnar er langt frá því að vera lokið.

Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.

Fellibyljastofnun Bandaríkjanna varar við því að Maríu muni fylgja mikið úrhelli sem geti valdið flóðum og aurskriðum.

Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Nýr fellibylur gæti ógnað Karíbaeyjum

Eyjar í Karíbahafi sem hafa þegar orðið fyrir áföllum af völdum fellibyljarins Irmu gætu verið í hættu af völdum hitabeltisstorms sem á að sækja í sig veðrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×