Vill fá fleiri stelpur fyrir aftan barborðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, barþjónn. vísir/Eyþór „Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
„Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira