Fótbolti

Alfreð og félagar töpuðu gegn Dortmund

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð í leik með Augsburg.
Alfreð í leik með Augsburg. vísir/getty


Alfreð Finnbogason var á sínum stað í fremstu víglínu Augsburg þegar liðið fékk stórlið Dortmund í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko kom gestunum yfir snemma leiks en Caiuby var fljótur að jafna fyrir Augsburg og staðan eftir 11 mínútur 1-1. Shinji Kagawa kom Dortmund aftur yfir á 23.mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.

Markahrókurinn Pierre Emerick Aubameyang fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 79.mínútu en Marwin Hitz gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Aubameyang. Alfreð spilaði allan leikinn.

Augsburg er í 5.sæti Bundesligunnar með sex stigum minna en Dortmund sem trónir á toppi deildarinnar. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×