Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2017 12:00 Max Verstappen, Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen voru þrír fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var gaman, það var mikil óvissa hjá liðinu um hvað við myndum geta gert í dag. Það er skemmtilega óvænt að ná ráspól í dag. Það verður hörð barátta í ræsingunni á morgun og ég veit að Red Bull voru sérstaklega góðir á löngu köflunum á æfingum í gær og í dag. Keppnin verður spennandi,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Þetta var í lagi en svekkjandi að ná þessu ekki því þetta var svo nálægt. Það er gott að finna að bíllinn er góður. Vonandi kemst ég lengra en 100 metra á morgun og þá sjáum við til hvað gerist. Það er hægt að græða hér á góðri ræsingu. Bíllinn verður góður í keppninni,“ sagði Kimi Raikkonen sem var annar. „Það er alltaf gaman að keyra hér og áhorfendur eru mjög ástríðufullir. Það er gaman að ná þriðja sæti í tímatökunni hér á afmælisdaginn minn,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji á Red Bull í dag, hann varð tvítugur í dag.Maurizio Arrivabene var allt annað en sáttur eftir tímatökuna.Vísir/Getty„Við verðum að hrista þetta af okkur og keppa á morgun. Það virðist vera bilun í tengingunni á milli vélarinnar túrbínunnar í bíl Sebastian,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við náðum framförum í dag. Það var bara eitthvað að í þriðju lotunni í dag. Allir aðrir gátu gefið í en ég sat eftir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fimmti í dag. „Ég gaf Max hálfan tíunda úr sekúndu í afmælisgjöf. Ferrari bílarnir eru þeir einu sem hafa verið stöðugir í löngum köflum á æfingum. Hitastigið í dekkjunum skiptir öllu máli, það getur muna fimm gráðum í dekkjahita og það skilar kannski hálfri sekúndu á hring,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði í dag. „Það er alltaf gott að enda á undan Fernando í tímatöku. Sjöunda sæti var það mesta sem hægt var að ætlast til í dag. Við höfum reyndar ekki átt jafn góðar keppnir og tímatökur, svo ég veit ekki alveg við hverju á að búast á morgun,“ sagði Stoffel Vandoorne, sem varð sjöundi í tímatökunni í dag. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var gaman, það var mikil óvissa hjá liðinu um hvað við myndum geta gert í dag. Það er skemmtilega óvænt að ná ráspól í dag. Það verður hörð barátta í ræsingunni á morgun og ég veit að Red Bull voru sérstaklega góðir á löngu köflunum á æfingum í gær og í dag. Keppnin verður spennandi,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Þetta var í lagi en svekkjandi að ná þessu ekki því þetta var svo nálægt. Það er gott að finna að bíllinn er góður. Vonandi kemst ég lengra en 100 metra á morgun og þá sjáum við til hvað gerist. Það er hægt að græða hér á góðri ræsingu. Bíllinn verður góður í keppninni,“ sagði Kimi Raikkonen sem var annar. „Það er alltaf gaman að keyra hér og áhorfendur eru mjög ástríðufullir. Það er gaman að ná þriðja sæti í tímatökunni hér á afmælisdaginn minn,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji á Red Bull í dag, hann varð tvítugur í dag.Maurizio Arrivabene var allt annað en sáttur eftir tímatökuna.Vísir/Getty„Við verðum að hrista þetta af okkur og keppa á morgun. Það virðist vera bilun í tengingunni á milli vélarinnar túrbínunnar í bíl Sebastian,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við náðum framförum í dag. Það var bara eitthvað að í þriðju lotunni í dag. Allir aðrir gátu gefið í en ég sat eftir,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fimmti í dag. „Ég gaf Max hálfan tíunda úr sekúndu í afmælisgjöf. Ferrari bílarnir eru þeir einu sem hafa verið stöðugir í löngum köflum á æfingum. Hitastigið í dekkjunum skiptir öllu máli, það getur muna fimm gráðum í dekkjahita og það skilar kannski hálfri sekúndu á hring,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði í dag. „Það er alltaf gott að enda á undan Fernando í tímatöku. Sjöunda sæti var það mesta sem hægt var að ætlast til í dag. Við höfum reyndar ekki átt jafn góðar keppnir og tímatökur, svo ég veit ekki alveg við hverju á að búast á morgun,“ sagði Stoffel Vandoorne, sem varð sjöundi í tímatökunni í dag.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45
Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30
Pierre Gasly tekur sæti Daniil Kvyat í Malasíu Pierre Gasly mun taka sæti Daniil Kvyat hjá Toro Rosso í malasíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer um komandi helgi. 26. september 2017 18:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti