Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2017 15:00 Lyftan í Árnagarði er lítil og erfitt getur reynst að komast inn í hana á hjólastól. Þá gæti aðstoðarmaður ekki komist inn í hana með fötluðum einstakling í hjólastól. vísir/eyþór „Það er svolítið annað að tala um það hvað aðgengi er lélegt og annað að upplifa það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, formaður jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands og laganemi, en hún ásamt öðrum nefndarmönnum gerði óformlega úttekt á aðgengi fyrir fólk í hjólastól á háskólasvæðinu í gær. Þessa dagana stendur jafnréttisnefnd fyrir Litlum jafnréttisdögum og má nálgast dagskrána hér. Jafnréttisnefnd sýndi frá úttektinni á Snapchat og settu myndbandið svo á Facebook en á því sést vel hversu erfitt það getur verið fyrir fatlaða að komast um byggingar háskólans í hjólastól. Auk Ingileifar tóku nefndarmennirnir Áslaug Ýr Hjartardóttir, nemi í viðskiptafræði sem er í hjólastól, Vilborg Ásta Arnardóttir, einnig nemi í viðskiptafræði og Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði, þátt í úttektinni. Tveir til viðbótar sitja í jafnréttisnefnd SHÍ en komust ekki í gær til að taka þátt. Ingileif segir að aðgengismál hafi verið sett í forgangsmál hjá nefndinni á því starfsári hennar sem senn lýkur.Fóru um Háskólatorg, Gimli, Odda, Árnagarð og Háskólabíó „Við fengum núna í fyrsta sinn fulltrúa í jafnréttisnefnd háskólans og höfum þar verið að vekja athygli á þessum aðgengismálum. Það virðist vera sem fólk hafi ekki verið meðvitað um hversu slæmt þetta var. Við funduðum til að mynda með félagsvísindasviði og þar nefndum við það að það væri ekkert aðgengi að lesstofum þar sem engir rafmagnsrofar eru þar fyrir hurðir, engin borð sem er hægt að hækka eða lækka eða eru breiðari. Tölvustofurnar eru líka með svona þungar og þröngar hurðir sem engir rafmagnsrofar eru á og þegar við nefndum þetta kom í ljós að enginn virtist meðvitaður um þetta,“ segir Ingileif. Hún og aðrir nefndarmenn sem eru ekki vanir því að fara um í hjólastól prófuðu það í gær og var farið um Háskólatorg, Gimli, Odda, Árnagarð og Háskólabíó. Aðspurð hvort að ástandið í háskólanum varðandi aðgengi sé verra en hún bjóst við segir Ingileif svo vera. „Já, að einhverju leyti. Þetta sló okkur algjörlega. Það er líka svolítið annað að tala um hvað aðgengi er lélegt og upplifa það. Þetta var þvílík upplifun fyrir okkur að fara um í hjólastól og sjá að þetta eru þvílíkar hindranir sem fólk í hjólastól er að lenda á á hverjum einasta degi,“ segir Ingileif og bætir við hversu ósanngjarnt þetta sé.Ekki er rafmagnsopnari á þessari hurð inn í lesrýmið í Gimli. Þá henta borðin þar inni ekki fólki í hjólastól.vísir/eyþórFólki í hjólastól á ekki að líða eins og það sé ekki pláss fyrir það „Þó að fólk sé í hjólastól þá á því ekki að líða eins og það sé ekki pláss fyrir það og geti ekki stundað nám eins og aðrir. Þetta opnaði augu okkar mjög mikið.“ Ingileif segir að það ætti að vera meginregla að aðgengi sé tryggt fyrir alla. Það eigi ekki að vera þannig að fólki í hjólastóli þurfi að líða þannig að þurfi alltaf að breyta öllu bara fyrir það því þannig er staðan í dag; verið er að bregðast við því að aðgengið er ekki gott og laga hlutina eftir á. Það vekur athygli að aðgengi fyrir fólk í hjólastól er slæmt í nýjum byggingum á borð við Háskólatorg, Gimli og svo í Stúdentakjallaranum en þessar byggingar voru teknar í notkun fyrir nokkrum árum. Það vekur spurningar um hvort ekki hafi verið hugað að aðgengi fyrir fatlaða þegar þessar nýrri byggingar voru hannaðar og byggðar. „Þetta er eiginlega ótrúlegt að í svona nýjum byggingum sé ekki hugað betur að aðgengismálum. Þá eru til dæmis ekki leiðarlínur fyrir blinda á Háskólatorgi sem kallað hefur verið eftir alveg frá því að byggingin var reist en það hefur ekki verið bætt úr því. Það er alltaf sagt að það sé verið að fara að bæta úr þessu en svo sér maður ekkert gerast svo maður veit ekki hvort það sé raunverulega verið að fara að bæta úr. Þetta er einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins.“Fólk í hjólastól kemst ekki niður í Hámu í Háskólabíói nema með því að nota sérstaka starfsmannalyftu í byggingu.vísir/eyþórHáskólinn gerir úttekt á aðgengismálum Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, segir í samtali Vísi að til standi að gera úttekt á aðgengismálum í skólanum og hefst hún vonandi í þessum mánuði. Þá segir hann að ætlunin sé að setja rafmagnshurðaopnara á lesrýmin í Gimli og Háskólatorgi auk þess sem kaupa á upphækkanleg borð. „Við erum alltaf að skoða aðgengi eins og hægt er en því má ekki gleyma að þessar byggingar eru allar byggðar í samræmi við þágildandi byggingareglugerð,“ segir Ingólfur og bendir á að það sé til að mynda ákvæði í byggingareglugerð um rafmagnsopnara á kennslustofum en ekki á lesrýmum. Þá segir hann margt hafa verið gert undanfarin ár til þess að bæta aðgengismál í skólanum. Mikið hefur verið til dæmis bætt úr málum í elstu byggingu skólans, Aðalbyggingu, og var lyftan þar endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Einnig var skipt um lyftu í Lögbergi fyrir tveimur árum en eitt af því sem nefndarmenn í jafnréttisnefnd SHÍ gagnrýna er lítil lyfta í Árnagarði.Hurðirnar í Árnagarði eru ekki allar með rafmagnsopnurum.vísir/eyþór„Við höfum verið að skoða möguleikann á að skipta um lyftu þar. Við settum líka rafmagnsopnara á útidyrahurðina þar á neðri hæðina en svo vantar það á innri hurðina. Það stendur þó til bóta,“ segir Ingólfur. Hann segir ekkert fé sérstaklega eyrnamerkt í fjárveitingum háskólans í það að breyta og bæta húsnæði með tilliti til aðgengismála. „Þetta er alltaf veigð og metið á milli ára og það er alltaf einhvers staðar eitthvað sem er mjög brýnt og höfum, eins og ég segi, verið að gera heilmikið undanfarin ár. [...] Við erum hins vegar alltaf háðir því fjármagni sem við fáum og reynum að deila því út eins og hægt er.“ Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Það er svolítið annað að tala um það hvað aðgengi er lélegt og annað að upplifa það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, formaður jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands og laganemi, en hún ásamt öðrum nefndarmönnum gerði óformlega úttekt á aðgengi fyrir fólk í hjólastól á háskólasvæðinu í gær. Þessa dagana stendur jafnréttisnefnd fyrir Litlum jafnréttisdögum og má nálgast dagskrána hér. Jafnréttisnefnd sýndi frá úttektinni á Snapchat og settu myndbandið svo á Facebook en á því sést vel hversu erfitt það getur verið fyrir fatlaða að komast um byggingar háskólans í hjólastól. Auk Ingileifar tóku nefndarmennirnir Áslaug Ýr Hjartardóttir, nemi í viðskiptafræði sem er í hjólastól, Vilborg Ásta Arnardóttir, einnig nemi í viðskiptafræði og Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði, þátt í úttektinni. Tveir til viðbótar sitja í jafnréttisnefnd SHÍ en komust ekki í gær til að taka þátt. Ingileif segir að aðgengismál hafi verið sett í forgangsmál hjá nefndinni á því starfsári hennar sem senn lýkur.Fóru um Háskólatorg, Gimli, Odda, Árnagarð og Háskólabíó „Við fengum núna í fyrsta sinn fulltrúa í jafnréttisnefnd háskólans og höfum þar verið að vekja athygli á þessum aðgengismálum. Það virðist vera sem fólk hafi ekki verið meðvitað um hversu slæmt þetta var. Við funduðum til að mynda með félagsvísindasviði og þar nefndum við það að það væri ekkert aðgengi að lesstofum þar sem engir rafmagnsrofar eru þar fyrir hurðir, engin borð sem er hægt að hækka eða lækka eða eru breiðari. Tölvustofurnar eru líka með svona þungar og þröngar hurðir sem engir rafmagnsrofar eru á og þegar við nefndum þetta kom í ljós að enginn virtist meðvitaður um þetta,“ segir Ingileif. Hún og aðrir nefndarmenn sem eru ekki vanir því að fara um í hjólastól prófuðu það í gær og var farið um Háskólatorg, Gimli, Odda, Árnagarð og Háskólabíó. Aðspurð hvort að ástandið í háskólanum varðandi aðgengi sé verra en hún bjóst við segir Ingileif svo vera. „Já, að einhverju leyti. Þetta sló okkur algjörlega. Það er líka svolítið annað að tala um hvað aðgengi er lélegt og upplifa það. Þetta var þvílík upplifun fyrir okkur að fara um í hjólastól og sjá að þetta eru þvílíkar hindranir sem fólk í hjólastól er að lenda á á hverjum einasta degi,“ segir Ingileif og bætir við hversu ósanngjarnt þetta sé.Ekki er rafmagnsopnari á þessari hurð inn í lesrýmið í Gimli. Þá henta borðin þar inni ekki fólki í hjólastól.vísir/eyþórFólki í hjólastól á ekki að líða eins og það sé ekki pláss fyrir það „Þó að fólk sé í hjólastól þá á því ekki að líða eins og það sé ekki pláss fyrir það og geti ekki stundað nám eins og aðrir. Þetta opnaði augu okkar mjög mikið.“ Ingileif segir að það ætti að vera meginregla að aðgengi sé tryggt fyrir alla. Það eigi ekki að vera þannig að fólki í hjólastóli þurfi að líða þannig að þurfi alltaf að breyta öllu bara fyrir það því þannig er staðan í dag; verið er að bregðast við því að aðgengið er ekki gott og laga hlutina eftir á. Það vekur athygli að aðgengi fyrir fólk í hjólastól er slæmt í nýjum byggingum á borð við Háskólatorg, Gimli og svo í Stúdentakjallaranum en þessar byggingar voru teknar í notkun fyrir nokkrum árum. Það vekur spurningar um hvort ekki hafi verið hugað að aðgengi fyrir fatlaða þegar þessar nýrri byggingar voru hannaðar og byggðar. „Þetta er eiginlega ótrúlegt að í svona nýjum byggingum sé ekki hugað betur að aðgengismálum. Þá eru til dæmis ekki leiðarlínur fyrir blinda á Háskólatorgi sem kallað hefur verið eftir alveg frá því að byggingin var reist en það hefur ekki verið bætt úr því. Það er alltaf sagt að það sé verið að fara að bæta úr þessu en svo sér maður ekkert gerast svo maður veit ekki hvort það sé raunverulega verið að fara að bæta úr. Þetta er einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins.“Fólk í hjólastól kemst ekki niður í Hámu í Háskólabíói nema með því að nota sérstaka starfsmannalyftu í byggingu.vísir/eyþórHáskólinn gerir úttekt á aðgengismálum Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, segir í samtali Vísi að til standi að gera úttekt á aðgengismálum í skólanum og hefst hún vonandi í þessum mánuði. Þá segir hann að ætlunin sé að setja rafmagnshurðaopnara á lesrýmin í Gimli og Háskólatorgi auk þess sem kaupa á upphækkanleg borð. „Við erum alltaf að skoða aðgengi eins og hægt er en því má ekki gleyma að þessar byggingar eru allar byggðar í samræmi við þágildandi byggingareglugerð,“ segir Ingólfur og bendir á að það sé til að mynda ákvæði í byggingareglugerð um rafmagnsopnara á kennslustofum en ekki á lesrýmum. Þá segir hann margt hafa verið gert undanfarin ár til þess að bæta aðgengismál í skólanum. Mikið hefur verið til dæmis bætt úr málum í elstu byggingu skólans, Aðalbyggingu, og var lyftan þar endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Einnig var skipt um lyftu í Lögbergi fyrir tveimur árum en eitt af því sem nefndarmenn í jafnréttisnefnd SHÍ gagnrýna er lítil lyfta í Árnagarði.Hurðirnar í Árnagarði eru ekki allar með rafmagnsopnurum.vísir/eyþór„Við höfum verið að skoða möguleikann á að skipta um lyftu þar. Við settum líka rafmagnsopnara á útidyrahurðina þar á neðri hæðina en svo vantar það á innri hurðina. Það stendur þó til bóta,“ segir Ingólfur. Hann segir ekkert fé sérstaklega eyrnamerkt í fjárveitingum háskólans í það að breyta og bæta húsnæði með tilliti til aðgengismála. „Þetta er alltaf veigð og metið á milli ára og það er alltaf einhvers staðar eitthvað sem er mjög brýnt og höfum, eins og ég segi, verið að gera heilmikið undanfarin ár. [...] Við erum hins vegar alltaf háðir því fjármagni sem við fáum og reynum að deila því út eins og hægt er.“
Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23