Byrjunarliðið á móti Noregi: Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 12:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar aðeins framar en vanalega í dag. vísir/eyþór Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00