Veiddi þorsk svipað stóran og hann er sjálfur Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 10:00 Johannes Prötzner jr fékk draum sinn uppfylltan þegar hann veiddi stórþorsk úti fyrir Vestfjörðum. „Þetta hlýtur að vera Íslandsmet miðað við aldur,“ segir Róbert Schmidt, rekstrarstjóri hjá Iceland Pro Fishing, kátur í bragði. Róbert fór með austuríska feðga á sjóstöng um helgina og sonurinn, sem er 11 ára gutti að nafni Johannes Prötzner jr. setti í stórþorsk sem var 134 sentímetrar og um 20 kíló. „Johannes jr er ekki nema 150 sentímetrar á hæð eða 16 sentímetrum stærri en þorskurinn.“ Iceland Profishing á Suðureyri við Súgandafjörð tekur á móti fjölda manns á hverju ári sem kemur gagngert til landsins til að fara á sjóstöng. Róbert hefur ekki nákvæma tölu um gesti á ársgrundvelli, en giskar á að það séu rúmlega 700 manns. Einkum kemur fólk frá Þýskalandi og svo Austurríki. Eins og Johannes Prötzner.Kátir feðgar og Róbert með þann gula sem er vel vænn, eins og sjá má.„Já, foreldrar hans og hann hafa dvalið á Suðureyri í á aðra viku og hafa veitt vel. Strákurinn dró foreldrana til Íslands. Hann hafði lesið sig vel til á netinu og draumurinn var að veiða stórþorsk. Hann beið í viku eftir að ég losnaði og fór á sjóinn með þeim í morgun,“ segir Róbert. „Í fyrsta kasti kengbognar stöngin hans og hann réði ekkert við neitt blessaður. Ég tók stöngina og aðstoðaði hann við löndunina. Svo veiddi hann 2 karfa og var mjög ánægður með þá. Pabbi hans setti í 118 sentímetra þorsk á sama tíma sem var um 18 kg.“ Róbert segir uppselt hjá þeim í sjóstönginni í sumar. „Mikið að gera og við erum búnir að bóka um 50 prósent fyrir næsta sumar 2018. Það gengur glimrandi vel.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera Íslandsmet miðað við aldur,“ segir Róbert Schmidt, rekstrarstjóri hjá Iceland Pro Fishing, kátur í bragði. Róbert fór með austuríska feðga á sjóstöng um helgina og sonurinn, sem er 11 ára gutti að nafni Johannes Prötzner jr. setti í stórþorsk sem var 134 sentímetrar og um 20 kíló. „Johannes jr er ekki nema 150 sentímetrar á hæð eða 16 sentímetrum stærri en þorskurinn.“ Iceland Profishing á Suðureyri við Súgandafjörð tekur á móti fjölda manns á hverju ári sem kemur gagngert til landsins til að fara á sjóstöng. Róbert hefur ekki nákvæma tölu um gesti á ársgrundvelli, en giskar á að það séu rúmlega 700 manns. Einkum kemur fólk frá Þýskalandi og svo Austurríki. Eins og Johannes Prötzner.Kátir feðgar og Róbert með þann gula sem er vel vænn, eins og sjá má.„Já, foreldrar hans og hann hafa dvalið á Suðureyri í á aðra viku og hafa veitt vel. Strákurinn dró foreldrana til Íslands. Hann hafði lesið sig vel til á netinu og draumurinn var að veiða stórþorsk. Hann beið í viku eftir að ég losnaði og fór á sjóinn með þeim í morgun,“ segir Róbert. „Í fyrsta kasti kengbognar stöngin hans og hann réði ekkert við neitt blessaður. Ég tók stöngina og aðstoðaði hann við löndunina. Svo veiddi hann 2 karfa og var mjög ánægður með þá. Pabbi hans setti í 118 sentímetra þorsk á sama tíma sem var um 18 kg.“ Róbert segir uppselt hjá þeim í sjóstönginni í sumar. „Mikið að gera og við erum búnir að bóka um 50 prósent fyrir næsta sumar 2018. Það gengur glimrandi vel.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira