Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 15:07 Stígamót eru grasrótarsamtök sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis. Vísir/Daníel Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. Helga starfaði fyrir Stígamót í tvö og hálft ár en í pistlinum fer hún fram með alvarlegar ásakanir á hendur starfsfólki samtakanna og þá sérstaklega hæstráðanda þeirra. Kveðst Helga hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum. Hún nefnir engin nöfn í pistli sínum en Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið það í fjölda ára.Vísir fjallaði um pistil Helgu í morgun og hefur haft samband við Guðrúnu í dag og skilið eftir skilaboð hjá henni varðandi það hvort hún vilji bregðast við pistlinum en án árangurs.Þykir mjög leitt að upplifun Helgu hafi verið á þennan veg Í yfirlýsingu Stígamóta segir að stjórn og starfsfólki þyki mjög leitt að fyrrum samstarfskona hafi upplifað samskipti sín við þau sem ofbeldi. Málinu sé tekið af fullri alvöru, það sé fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og þá sé það rétt að vinnustaðurinn sé ekkert venjulegur. Þá falli þeim það þungt að allur starfshópurinn „hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Stjórn og starfshópi þyki verst að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart fólki sem leitar til Stígamóta en samtökin vinna með þolendum kynferðisofbeldis. „Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins. Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingunni. Eitt af því sem Helga gagnrýnir í pistli sínum er menntun starfsfólks hjá Stígamótum. Um það segir í yfirlýsingu samtakanna: „Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.“ Yfirlýsing Stígamóta í heild sinni:Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.Trúnaður er forsenda starfs okkarVerst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.Um menntun og fagmennskuVarðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu. Tengdar fréttir Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. Helga starfaði fyrir Stígamót í tvö og hálft ár en í pistlinum fer hún fram með alvarlegar ásakanir á hendur starfsfólki samtakanna og þá sérstaklega hæstráðanda þeirra. Kveðst Helga hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum. Hún nefnir engin nöfn í pistli sínum en Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið það í fjölda ára.Vísir fjallaði um pistil Helgu í morgun og hefur haft samband við Guðrúnu í dag og skilið eftir skilaboð hjá henni varðandi það hvort hún vilji bregðast við pistlinum en án árangurs.Þykir mjög leitt að upplifun Helgu hafi verið á þennan veg Í yfirlýsingu Stígamóta segir að stjórn og starfsfólki þyki mjög leitt að fyrrum samstarfskona hafi upplifað samskipti sín við þau sem ofbeldi. Málinu sé tekið af fullri alvöru, það sé fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og þá sé það rétt að vinnustaðurinn sé ekkert venjulegur. Þá falli þeim það þungt að allur starfshópurinn „hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Stjórn og starfshópi þyki verst að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart fólki sem leitar til Stígamóta en samtökin vinna með þolendum kynferðisofbeldis. „Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins. Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingunni. Eitt af því sem Helga gagnrýnir í pistli sínum er menntun starfsfólks hjá Stígamótum. Um það segir í yfirlýsingu samtakanna: „Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.“ Yfirlýsing Stígamóta í heild sinni:Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.Trúnaður er forsenda starfs okkarVerst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.Um menntun og fagmennskuVarðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45