Erfitt að þrífa veggjakrotið af Akureyrarkirkju vegna skeljasandsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 19:15 Sérstakur skeljasandur er utan á kirkjunni sem erfitt er að þrífa án þess að eyðileggja yfirborðið. mynd/svavar alfreð jónsson Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum.
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27