Fótbolti

Chapecoense á von á 20 leikmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi mynd af liði Chapecoense var tekin fimm dögum áður en flugvél liðsins hrapaði.
Þessi mynd af liði Chapecoense var tekin fimm dögum áður en flugvél liðsins hrapaði. vísir/getty
Brasilíska félagið Chapecoense mun fá 20 nýja leikmenn fyrir næsta tímabil í brasilíska boltanum. Félagið missti 19 manns í flugslysi í Kólumbíu í desember.

Þá var liðið á leið í úrslitin í Copa Sudamericana. Leikirnir fóru ekki fram og Chapecoense var færður titillinn.

„Meirihluti þessara leikmanna mun koma að láni til okkar og það koma mörg félög að því að hjálpa okkur við að fá nýja leikmenn,“ sagði Rui Costa, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Þrír leikmanna liðsins lifðu flugslysið af og enginn fær að spila í treyjunum þeirra. Tveir þeirra munu líklega spila aftur en sá þriðji missti fótlegg. Enginn fær þó að vera í hans treyju.

Undurbúningstímabilið hjá félaginu hefst á föstudag og fyrsti leikur liðsins í deildinni fer fram þann 26. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×