Erlent

Dalí ekki faðir konu sem krafðist DNA-rannsóknar

Kjartan Kjartansson skrifar
Martínez hafði verið sagt frá æsku að hún væri dóttir Dalí. Hún starfar við lestur tarotspila.
Martínez hafði verið sagt frá æsku að hún væri dóttir Dalí. Hún starfar við lestur tarotspila. Vísir/AFP
Samanburður á erfðaefni hefur leitt í ljós að listamaðurinn Salvador Dalí er ekki faðir spænskrar konu sem hélt því fram að hún væri afkvæmi ástarsambands súrrealistans og móður hennar.

Lík Dalí var grafið upp í júlí eftir að dómari féllst á kröfu Maríu Pilar Abel Martínez um faðernispróf. Hún hefur haldið því fram að móðir hennar hafi átt vingott við Dalí árið 1956, árið sem hún fæddist.

Niðurstöður samanburðar á erfðaefni þeirra sýna hins vegar að þau eru ekki skyld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Martínez hefði getað gert kröfu til hluta dánarbús Dalí reyndist hún vera laundóttir listamannsins. Dalí eftirlét spænska ríkinu eignir sínar þegar hann lést árið 1989.


Tengdar fréttir

Lík Salvador Dalí grafið upp

Spænska konan Maria Pilar Abel Martínez hefur fullyrt að málarinn hafi átt í ástarsambandi við móður hennar árið 1955.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×