Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:00 Andrea Kristín segir að kveikt hafi verið í húsinu á meðan hún svaf. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33
Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04