Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:00 Andrea Kristín segir að kveikt hafi verið í húsinu á meðan hún svaf. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33
Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04