Erlent

Skjálfti 6,3 að stærð í Eyjahafi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Plomari á Lesbos. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Plomari á Lesbos. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Skjálfti að 6,3 að stærð varð í austanverðu Eyjahafi í Miðjarðarhafi undan strönd Tyrklands fyrr í dag. Skjálftinn fannst vel í fjölmörgum vinsælum ferðamannabæjum.

Evrópska jarðskjálftamiðstöðin EMSC segir að skjálftinn hafi orðið á tíu kílómetra dýpi, nálægt vesturströnd Tyrklands, ekki langt frá grísku eyjunum Samos og Lesbos.

Upptök skjálftans voru um áttatíu kílómetrum norðvestur af tyrkneska strandbænum Izmir. Íbúar í kringum stórborgina Istanbul fundu einnig fyrir skjálftanum, að sögn tyrkneska fjölmiðlinum Hürriyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×