Tim Sherwood: Gylfi Sigurðsson er 50 milljón punda virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 13:00 Tim Sherwood segir það auðvelt að vera stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hér gefur Gylfi ungum strák eiginhandaráritun. Mynd/KSÍ Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund. Tim Sherwood þekkir vel til Gylfa en hann var stjóri hans tímabilið 2013-14 þegar Sherwood tók við liðinu af André Villas-Boas í desember 2013. Þeir fóru báðir frá Tottenham eftir það tímabil, Sherwood var rekinn og Gylfi seldur til Swansea. Tim Sherwood var í viðtali hjá Alan Brazil í þættinum Sports Breakfast og var þá spurður út í verðmiða Gylfa. Talksport segir frá. „Everton hefur þegar náð í marga menn en það verða engin félagsskipti stærri fyrir félagið en Gylfi Sigurðsson,“ sagði Tim Sherwood. „Hann hefur mikil áhrif á leikinn þegar hann spilar. Hann er sérfræðingur í föstum leikatriðum sem er öllum liðum gríðarlega mikilvægur hæfileiki,“ sagði Sherwood. „Hann er frábær leikmaður, virkilega góður leikmaður. Það eru líklega aldrei vandræði með hann og það er auðvelt að vera stjóri hans,“ sagði Sherwood. „Það verður mjög erfitt fyrir Swansea að halda honum. Ég tel víst að þetta sé komið það langt að félögin nái saman um kaupverð og að hann endi sem leikmaður Everton,“ sagði Sherwood. En er hann 50 milljón punda virði? „Hann er eins mikils virði og félag er tilbúið að borga fyrir hann. Ég endurtak það samt að hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Sherwood. „Gylfi skorar mörk og hann leggur upp mörk. Hann mun skila Everton-liðinu mörgum stigum. Everton ætlar sér stóra hluti og komast í hóp fjögurra efstu. Til þess þarftu stóran hóp því allir leikmenn geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Sherwood. Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund. Tim Sherwood þekkir vel til Gylfa en hann var stjóri hans tímabilið 2013-14 þegar Sherwood tók við liðinu af André Villas-Boas í desember 2013. Þeir fóru báðir frá Tottenham eftir það tímabil, Sherwood var rekinn og Gylfi seldur til Swansea. Tim Sherwood var í viðtali hjá Alan Brazil í þættinum Sports Breakfast og var þá spurður út í verðmiða Gylfa. Talksport segir frá. „Everton hefur þegar náð í marga menn en það verða engin félagsskipti stærri fyrir félagið en Gylfi Sigurðsson,“ sagði Tim Sherwood. „Hann hefur mikil áhrif á leikinn þegar hann spilar. Hann er sérfræðingur í föstum leikatriðum sem er öllum liðum gríðarlega mikilvægur hæfileiki,“ sagði Sherwood. „Hann er frábær leikmaður, virkilega góður leikmaður. Það eru líklega aldrei vandræði með hann og það er auðvelt að vera stjóri hans,“ sagði Sherwood. „Það verður mjög erfitt fyrir Swansea að halda honum. Ég tel víst að þetta sé komið það langt að félögin nái saman um kaupverð og að hann endi sem leikmaður Everton,“ sagði Sherwood. En er hann 50 milljón punda virði? „Hann er eins mikils virði og félag er tilbúið að borga fyrir hann. Ég endurtak það samt að hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Sherwood. „Gylfi skorar mörk og hann leggur upp mörk. Hann mun skila Everton-liðinu mörgum stigum. Everton ætlar sér stóra hluti og komast í hóp fjögurra efstu. Til þess þarftu stóran hóp því allir leikmenn geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Sherwood.
Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00